Real Coffee býður upp á fjölbreytt úrval af kaffihylkjum fyrir Nespresso vélar, þar á meðal lífrænt og Fairtrade kaffi.

Real Coffee gerir miklar kröfur í gæðum og bragði og því eru einungis notaðar bestu Arabica baunirnar og fyrsti klassi af Robusta baunum sem skilar sér í kaffihylkjum sem eru af gæðum sem þú getur treyst.

Arabica baunir eru vel þroskaðar og mildar á meðan Robusta baunirnar gefa sterkt bragð.

Allir pakkarnir eru merktir með 8 kaffibaunum og sýna dökklituðu baunirnar styrkinn á hylkinu svo þú getur auðveldlega valið hversu sterkan bolla þú vilt velja.

Kaffiblöndurnar eru klassískar ítalskar og því bera þær nöfn ítalskra borga.

Verona

Er ein vinsælasta blandan. Dökkristaður ítalskur espresso bolli með þykkri kaffifroðu sem gerir hann að góðum valkosti fyrir latte, macchiato og cappuccino.

San Marino Lungo

Er frábær hefðbundinn kaffibolli (Americano) sem er bæði 100% organic og 100% Fair trade sem þýðir að hann er bæði góður fyrir kaffibændurna og umhverfið. Arabica baunirnar eru ristaðar á sérstakan hátt sem gefur kaffibolla sem er mjúkur, bragðgóður og með miklum karakter.

Roma

Er sterkasti bollinn okkar, sem gefur þér almennilega koffíninnspýtingu í daginn. Roma er blanda af 70% Robusta og 30% Arabica baunum. Í þessari úrvalsblöndu mætir kröftugt Robusta, sætum og krydduðum keimi frá Arabica baununum. Þetta sterka bragð hefur síðan örlítin vott af heslihnetum og þykkri kaffifroðu.

Columbia Lungo

Næringarríkur jarðvegur og loftslag Andesfjallanna ræktar flókið og bragðríkt Lungo. Single Origin Columbia er auðþekkjanlegt á fullu, blæbrigðaríku hnetubragði eins og hefðin er.

Sumatra - Organic

Lífrænt ræktað af Mandailing fólkinu frá norðurhluta Súmötru. Arabica baunirnar einkennast af örlítilli súru sem svo skilur eftir sig sætt bragð með keim af súkkulaði, lakkrís og kryddjurtum.

Napoli

Er bragðgóður og í góðu jafnvægi en samt sem áður með sterkum karakter og bragði. Dökkristunin og næringaríkur jarðvegurinn á hálendi Suður Ameríku gefur baununum einstakt hnetubragð með örlitlum keim af kakói. Espressobollinn fyrir þá sem vilja bragðgott en ekki of sterkt kaffi.

Torino Decaf

Torino Decaf vekur skilningarvitin án þess að trufla góðan nætursvefn og létta brenningin gerir það að verkum að öll blæbrigði kaffibaunabragðsins koma fram.