Hjá Ísco ehf starfa sérfræðingar á sviði matvælaumbúða og lausna og erum við mjög vel tengdir við birgja um heim allan til að útvega þær umbúðir og lausnir sem leitast er eftir hverju sinni. Á iðnaðarsviði erum við með yfir 30 ára reynslu í efnavörum, vinnuvernd eins og öryggisvörum og hönskum, vélbúnaði og tækjum fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Þá sérhæfum við okkur í smurolíulausnum, kælivökvum og sértækum olíum til fyrirtækja og stofnana.

Ísco ehf hefur yfirtekið umboð Samhentra og Kassagerðarinnar í umbúðir fyrir matvælaiðnað og veitingageirann. Með fyrirtækinu koma reynslumiklir menn með yfir 25 ára reynslu í þjónustu og ráðgjöf. Ísco ehf hefur þegar bætt við sig nokkrum umboðum sem eykur stórlega úrval og möguleika viðskiptavina að leita uppi nýjungar í umbúðum, enda þegar stærsti aðilinn á íslenskum markaði í vörubreidd og úrvali. Ísco flytur um áramótin í 700m2 húsnæði á Steinhellu 17B þar sem upp verður sett góð sýningaraðstaða fyrir viðskiptavini okkar. Einnig viðheldur Ísco ehf þjónustu sinni á sérhæfðum tækjum, vélbúnaði og efnavörum fyrir sundlaugar og önnur mannvirki.

Ísco heildverslun ehf

Steinhella 17, 221 Hafnarfirði
Sími: 562-1100
Netfang: isco@isco.is

Opnunartími:
Mán – fös: 8:00 – 16:00

Kt: 550415-0890
VSK númer: 120044